TáknVeður í Keflavík 1°c 11 m/s
Sjá allar fréttir RSS  

Starfsmannastæði

Starfsmannastæði eru staðsett í 5 mínútna göngufjarlægð norðanmegin við Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

 
Frá 1. apríl 2016 er verð fyrir hvern mánuð 2.000 kr. og er eingöngu mögulegt að greiða fyrir heila mánuði.

 
Starfsfólk

Starfsfólk getur keypt bílastæðakort í afgreiðslu Isavia – Airport Parking á 1. hæð í komusal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Fylla skal út þessa umsókn og hafa meðferðis.
 
Greitt er fyrirfram og eingöngu mögulegt að greiða fyrir heila mánuði í senn. Boðið er upp á hefðbundnar greiðsluleiðir ásamt greiðsludreifingu á kreditkort og er þá rukkað fyrir einn mánuð í senn.

 
Rekstraraðilar

Þeir rekstraraðilar sem greiða fyrir starfsfólk fylla inn umsókn og senda á
 
Bílastæðakortin gilda í heilan mánuð í senn þar til þeim er sagt upp með a.m.k. 10 daga fyrirvara. Uppsögn skal send á umsoknir.parking@isavia.is.
 
Fjárhæð fyrir starfsmannapassa greiðist mánaðarlega eftir á. Reikningar eru sendir með eindaga 10. hvers mánaðar. Hafi gjald ekki verið greitt þann dag, reiknast dráttarvextir skv. 1. mgr. 6. gr. vaxtalaga nr. 38/2001.


Eyðublöð

Umsókn fyrir rekstraraðila

Uppsögn fyrir rekstraraðila

Umsókn fyrir starfsfólk


Tengiliður

Frekari upplýsingar veitir Viktor H. Guðmundsson, viðskiptafulltrúi Isavia – Airport Parking: viktorh.gudmundsson@isavia.is.