TáknVeður í Keflavík 1°c 11 m/s
Sjá allar fréttir RSS  

Viðurlög

Undanfarið hefur verið unnið að því að formgera forsendur og skipulag í tengslum við viðurlög við brotum á flugverndar og öryggiskröfum á Keflavíkurflugvelli.

Sjá hlekk á skjal hér að neðan sem er ætlað að útlista það (bæði á íslensku og ensku). 

Megin ástæðan fyrir þessari vinnu er að efla árvekni starfsaðila og tryggja gegnsæi tengt ferli viðurlaga. Kynning á þessu fór fram á fundi flugverndarnefndar 30.03.17, FÖNK-fundi 06.04.17 og með nokkrum tölvupóstum til helstu starfsaðila á Keflavíkurflugvelli í apríl 2017.

Miðað er við að innleiðing á nýju skipulagi viðurlaga hefjist þann 23.05.17, með það fyrir augum að reyna á tilhögun og samskipti Isavia og starfsaðila.  Ekki verði þó beitt viðurlögum fyrr en 01.07.17 þegar ráðgert er að formlegt ferli viðurlaga hefst.  

Það er hlutverk starfsaðila að tryggja kynningu á þessu til sinna starfsmanna.

Sjá kynningu um viðurlög hér að neðan.


Viðurlög við brotum á flugverndar og öryggiskröfum Keflavíkurflugvallar

In English